Icelandic

Selja litla ( Egill Ólafsson )

Selja litla fæddist fyrir vestan, frjáls og hraust í túni lék hún sér, hlaut við nám og erfðir allra bestan yndisleik, sem telpum gefinn er. Svo varð hugur hennar stór og dreyminn, hjartað sló í vængjaléttri þrá til að fljúga eitthvað út í heiminn ævintýraborgirnar …

Lestin Brunar ( Skafti Ólafsson )

Lestin Brunar burt frá þér, bráðum ertu horfin mér, þú varst falleg, þú varst góð, og þér ég orti flest mín ljóð Lestin brunar, dagur dvín, döpur stjarna í austri skín, milt og hreint þitt hjarta var þess heita slag var lífs míns svar. Lestin …

Signir sól ( Gunnar M. Magnússon )

Signir sól sérhvern hól. Sveitin klæðist geislakjól. Blómin blíð, björt og fríð, blika fjalls í hlíð. Nú er fagurt flest í dag. Fuglar syngja gleðibrag. Sumarljóð, sæl og rjóð, syngja börnin góð.

Komdu og skoðaðu í kistuna mína ( Megas )

Komdu nú og skoðaðu oní kistuna mína Kíktu og sjáðu sjálf hve ég breyttur orðinn er Komdu í nótt þegar niðamyrkur ríkir og nályktin hún mun setjast að í vitum þér Komdu og skoðaðu í kistuna mína hvorki er ég lengur svikull né flár Farðu …

Britney ( Sniglabandið, Nylon (Iceland) )

Ég fór einu sinni' í söngvakeppni og söng lag með Britney þegar ég var þriggja. Og það var alveg á hreinu að ég bar af. Og þegar ég svo á sviðið steig og ætlaði að gera allt vitlaust þá alveg óvart mig yfir leið það …

Ilmur ( Nýdönsk )

Konur ilma. Konur ilma. Konur ilma. Konur ilma. Hún er mild, hún er góð. Loðir við mig enn. Hún er mjúk, hún er gróf. Lýsir öllu í senn dúnmjúkum hreyfingum, beinhvítum lærunum. Hún er heit, hún er rök. Lamandi og hlý. Hún er líf, hún …

Um þig ( Elly Vilhjálms )

[] Um þig vil ég syngja minn söng. um þig einan síð - kvöldin löng [] Og þar sem fley þitt fer, fylgir minn hugur þér [] og þá er sólin skín, [] svíf ég til þín Um þig er mitt ljúf - asta ljóð …

Vökvar ekki blóm með bensíni ( Bubbi Morthens )

[] Þú vökvar ekki blóm með bensíni Í þrumuveðri rósa rignir myrkri Þú fæddist í lífsins ljósi Lífið hélt á þér í hendi styrkri Þú fréttir hjá fjöldanum að sök þín Fyrnist aldrei né mun týnast Og nafn þitt færðu aldrei aftur Þú sérð bros …

Bráðum koma blessuð jólin ( Einar Júlíusson og barnakór )

Bráðum koma blessuð jólin börnin fara' að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti' og spil. Kerti' og spil, kerti' og spil í það minnsta kerti' og spil. Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Eitt …

Hnetusafnaravísa ( Dýrin í Hálsaskógi )

Held ég mig að starfi því hnetum safna ber Tíu handa frænku og tuttugu handa mér Og af þeim ét ég átta þá eru tólf að bjóða Hérastubb‘í skiptum fyrir hunangsköku góða

Allir litir heimsins ( Sniglabandið )

Ég hef ferðast út um víðann völl til dæmis Nepals því þar er sagan öll Ég hef aldrei séð jafnmarga sköllótta karlmenn í kjól Og þetta er um það bil orðið ágætt af þessari sól Ég held ég stefni að því að komast aftur heim …

Lítil skref ( María Ólafsdóttir )

[] Tek lítil skref Og reyni að gleyma Gleyma því sem þú sagðir Lítil skref Og stari út í myrkrið Geng hægt í áttina frá þér Eftir langri slóð Langri slóð Tek lítil skref En held alltaf áfram Held áfram í áttina frá þér Lítil …

Skuldastræti (Austurstræti) ( Ásmundur Þorvaldsson )

Ég niður skuldastræti staulast þungt á slitnum skónum, með tár á kinn og ekkert í vösunum. Ég rölti um og horfi á liðið sem er þar í hópum frá Körfulánskörlum upp í Kúlulánskellingar. Skulda stræti, ys og læti, fólk á hlaupum frá innheimtu Gaupum, fólk …

Ródi raunamæddi ( Hljómsveit Ingimars Eydal )

Ég er rótari hjá rosa góðri hljómsveit og það reynir oft á taugarnar í mér; hljóðfærum upp að hlaða og hlaup’ á milli staða og gera ótal margt sem enginn sér. Þegar ég sest við píanóið er ég rekinn út að kaupa bús og bland. …

Markaður maður ( Hlynur Ben )

[] Líður um eins og skuggi. Ráfandi flak. Gamla flekkleysið horfið. Bara sálarlaust brak. Engin þorir að horfa, því þá kemur hann nær. Hann er markaður maður [] af því sem að gerðist í gær. Látbragðið er hrein skelfing. Voða furðulegt fas. Í lágum hljóðum …

Vetrarnótt ( Friðrik Ómar Hjörleifsson )

Mér eru allir vegir færir, ég faðma dægrin fast að mér. Nú löng mig vefur nóttin, það lýsa stjörnur og ég leita skjóls hjá þér. Ég hef eignast ást í hjarta, er eins og vermi morgunsól. Nú brátt fer allt að breytast, í brjósti laðar …

Prestvísur ( Ríó Tríó )

:,: Það er kominn gestur, segir prestur :,: :,: Takt'ann á bakið og berð hann inn, segir prestsins kona :,: :,: Hvar á hann að sitja, segir prestur :,: :,: í stólnum þínum við hliðina á mér, segir prestsins kona :,: :,: Hvar á ég …

Inní mér syngur vitleysingur ( Sigur Rós )

[] Á silfur-á Lýsir allan heiminn Og augun blá Skera stjörnuhiminn Ég óska mér Og loka nú augunum Já gerðu það, nú rætist saga Ó nei [] Á stjörnuhraða Inni í hjarta springur, Flugvélarbrak Oní jörðu syngur Ég óska mér Og loka nú augunum Já …

Gleym Mér Ei ( Bubbi Morthens )

[] [] [] [] Hver þráir ekki frið á fold falleg blóm í mold. Hver þráir ekki undur blítt faðmlag heitt og hlýtt. Ljósið sem lifð' í þér lifir lík' í mér. Í hjarta mínu lifir þú í vitund minni hér og nú. [] [] …

Allur lurkum laminn ( Bubbi Morthens )

[] Allur lurkum laminn geng ég leiður heim til mín nóg er komið næturgaman [] Allur blár og marinn geng ég barinn ástin mín nauð að þurf’ að sofa saman. [] Aftur einn, svekktur útí tilveruna, þar á meðal þig. Aftur einn, beiskur. Hvað á …

Þegar sólin sýnir lit ( Bjarni Arason )

Hvað er það sem að kemur mér af stað Hvað fær mig til að fækka fötunum og stunda ofur-íslenskt sjávarbað þó skreppi saman - oní því Já þegar sólin sýnir lit sindrandi og hlý Brúnn á hvorri hlið sama hvert ég sný Kolagrill og kók …

Sumardans ( Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar )

Þegar sáttur lít til yngri ára upp þá rifjast fjölmörg gleðistund.[] Tilverunni réðu töfrar dægurlags, tónanna naut á alla lund. [] Þá var lífið dans og söngur dægrin löng dásamlegt að vera til. [] Eitt lítið dægurlag sem lifir enn í dag, lykill var að …

Stóra brúin fer upp og niður ( Svanhildur Jakobsdóttir, Hafdís Huld )

Stóra brúin fer upp og niður, upp og niður, upp og niður. Stóra brúin fer upp og niður allan daginn. Bílarnir aka yfir brúna, yfir brúna, yfir brúna. Bílarnir aka yfir brúna, allan daginn. Skipin sigla undir brúna, undir brúna, undir brúna. Skipin sigla undir …

Óli rokkari ( Óðinn Valdimarsson, Ragnar Bjarnason ( Raggi Bjarna ) )

Áður var svo friðsælt í sveit. Engan stað á jörðu ég veit Yndislegri henni um vor, Aldrei dó þar nokkur úr hor. Húfu bara þá hreppstjórinn Og hristi pontu oddvitinn Með búfé á beit. [] Upp í dalnum bjó hann Óli Undir brattri hlíð í …

Hvert örstutt spor (Vögguvísa) ( Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir )

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta´ …

Ástin bjarta (Þjóðhátíðarlag 1984) ( Árni Johnsen )

Innst í hjarta, ástin bjarta, er að starta mér, það er þessi eina, ástin sanna hreina, sem aldrei kann að leyna sér. Blóðið er á tampi, bruni sem í hampi blossandi lampi inn í mér. Brosið hennar brosið, beggja vara flosið, ærir mig á einhvern …

Ég og félagi minn ( Leynibandið )

Þú stígur fram sem helgim í stofuna til mín og strax er eins og nærvera þín huggi Svo tökum við að breyta vatninu í vín þá verður það að sterku heimabruggi Og aftur brátt þá lendi ég á annað fillerí og ýmislegt ég frem í …

Tvöfaldur brennivín í kók ( Sniglabandið, Sigurður Helgi Jóhannsson )

Þegar ég fer út, að skemmta mér, þá fer ég á barinn, og læt blanda mér, og segi: tvöfaldann brennivín í kók. Svo fer ég á stjá, til að líta á þær fallegu stúlkur, sem húsið bíður upp á Og ég segi: þessari stúlku ætla …

Ó borg, mín borg ( einfaldari útgáfa ) ( Haukur Morthens )

Ó, borg mín, borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt, sem fyrir ber. Og þótt svo tárið oft minn vanga væti, er von mín einatt, einatt bundin þér. Og hversu, sem að aðrir í þig narta, þig eðla borg, sem forðum …

Jameson ( Papar )

Við drekkum Jameson við drekkum Jameson Allan daginn út og inn Við blásum ekki úr nösum af nokkrum vískíglösum en vömbin er þétt og tekur í. Við drekkum Jameson ef förum inn á bar við drekkum Jameson á kvennafari þar við erum svaka kallar hey! …

Baðferð ( Helena G. Elísdóttir )

Ég fer í bað, skrúbba skítugar tásur. Í froðubað ég fer beint á bólakaf. Og froðan verður alltaf meiri og meiri, Drullunni eyðir áður en ég veit af. Mamma segir: komdu hér, komdu nú í bað -Nei, ég er að leika mér, hef engan tíma …

Augun himinblá (Susan himmelblå) ( Pétur Kristjánsson )

Dagurinn minn er svo fullkominn og fagur hann fylgir mér gegnum augnablikið þessi dagur Menn ættu helst að öfunda mig því ástin hún býr í mér ég hætti ekki að horfa á þig ég hugsa um þig hvar sem er Augun þín himinblá ég fegurð …

Vísur Soffíu frænku (Kardemommubærinn) ( Kardemommubærinn )

Ja fussum svei, ja fussum svei, mig furðar þetta rót. Í hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og dót, en Jesper skal nú skítinn þvo og skrapa óhroðan og hann má því næst hlaupa út að hjálpa Jónatan. En Kasper brenni kurla …

Þetta veistu ( Bjarni Ómar )

Að elska, er eins og að finna til, en alltaf eins og angan af vori. Þetta veistu vinur minn, ég þekki huga þinn, huga þinn. Við tvö, erum næstum eitt, en samt svo fjarri hvort öðru. Þetta veistu vinur minn, ég þekki huga þinn, huga …

Sem aldrei fyrr ( Bubbi Morthens )

[] [] Suma dreymir gull og græna skóga og gráta þeir eiga ekki meir. Með gallbragð í munni brosa beiskir og bölva þar til sálin í þeim deyr. Og Júdas er verðlaus lúser, sem lífinu hafnaði segja þeir. En mig dreymir aðeins þessa einu konu, …

Nýraunsæi ( Ingó og Veðurguðirnir )

C G C G Nýraunsæi tímabil í lagi G í 10 ára á tuttugustu öld F C G hipparnir ríktu og Vigdís hafði völd G Bm Fólk var mjög svo andvígt öllu stríði Em Bm Og þjóðfélagsgagnrýni blómstraði mjög G Bm Megas og fleiri meistarar …

Heilræðavísur ( Megas, Bubbi Morthens )

Ef þú ert þjakaður þrúgandi fargi en þraut þína kann enginn né vill gútera og illra geðlæknanna ólyfjan grimmri en þinn ömurleik kalla menn vesöld einbera þá droppaðu við hjá dópmangaranum, hjá dópmangaranum, hjá dópmangaranum. þá droppaðu við hjá dópmangaranum, og kýldu á netta nös. …

Satan Er Til ( Mannakorn )

Freistingarnar flykkjast að, fjandinn lifnar við á ný ef þú finnur ekki þrönga veginn heim. þar sem hlýjan býður þín, þar sem náðarsólin skín þar sem satan ekki eldar ösku og eim. Ekki yfirgefa mig þótt ég gangi dimman dal. Drottins andans mikla gakktu mér …

Brotnar Myndir ( Rúnar Þór Pétursson )

Vatn þitt spegilslétta speglar sjálfan þig, á fleti myndir flétta farin ævistig Djúpt niður dökka mynd dregur hring um svip, hvín í vindi hreyfist lind í augum öldurót Brotnar myndir berast eins og brek að strönd, línur ljóssins skerast skiptir lit á hönd Djúpt niður …

Kóngur Klár ( Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Álfrún Örnólfsdóttir, ... )

Ég ætla að verða konungur Voldugur og klár [] Aldrei sá ég konung fyrr með svona lítið hár Ég ætla að verða vöðvafjall Það verður ekkert smá [] Vaka yfir ríki mínu og öskra rosahátt Enþá er árangurinn fremur agnarsmár En ég ætla að verða …

Nú er komið sumar ( Arnór Sindri Sölvason, Andri Fannar Helgason )

Veturinn er liðinn Það var meiri biðin Loksins komið að sumrinu Hoppa á trampólíninu Þá kemur sólin Og birtast nú öll hjólin Ég hjóla oft um göturnar Ég sé oft ljótu Lödurnar Allir fá sér ís Og allir segja sís Upp spretta mosar Því nú …

Þjóðvegur 66 ( KK )

Þjóðvegur 66 Í jfarlægð þeim sýndist fjöllin vera blá fundu hvorki sjálfan sig né eitthvað sem þau þrá á þjóðvegi 66, þjóðvegi 66 Manneskjur á flótta allsstaðar á ferð í gegnum New York og Disneyland hún iðar þessi mergð Allir beygðu í vestur héldu í …

Lóa lóa ( Megas )

Lóa Lóa Lóa æ mér langar svo að hanna til þín brú Lóa Lóa Lóa æ mér langar svo að hanna til þín brú Því lífið er stutt, já allavegana ekki mikið lengra en þú Lóa Lóa Lóa viltu vera memm Lóa Lóa Lóa viltu …

Bláu tónarnir ( Bubbi Morthens )

Inn á sviðið sporin stígurðu eitt og eitt Eflaust sérðu eitthvað þó ég sjái ekki neitt Með höndina á gítar sem gefur engin hljóð Gatan drukkið hefur í sig öll þín vökuljóð Þú komst við í víti, það hef ég heyrt á hraða sem fáir …

Þorraþrællinn 1866 (Nú er frost á Fróni) ( Kristján Jónsson, Árni Johnsen, ... )

Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð. Yfir laxalóni liggur klakaþil. Hlær við hríðarbil Hamragil. Mararbára blá brotnar þung og há unnarsteinum á, yggld og grett á brá. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn hásetinn. Horfir á …

Hvar er húsvörðurinn? ( Hlynur Ben )

Ég lá rólegur í sófanum að lesa góða bók. Búinn með allt snakkið og 4 lítra af Kók. Þá heyrði ég að kerlingin í næstu íbúð var orðin frekar hávær eins og kareoke-bar. Ég bankaði á dyrnar en enginn ansaði svo ég pikkaði upp lásinn …

Vor við sæinn (Bjartar vonir vakna) ( Helgi Björnsson, Reiðmenn Vindanna )

Bjartar vonir vakna, í vorsins ljúfa blæ, bjarmar yfir björgum við bláan sæ, fagur fuglasöngur, nú fyllir loftin blá, brjóstin ungu bifast, af blíðri þrá. Í æðum ólgar blóð í aftan sólarglóð, ég heyri mildan hörpuslátt. Ég heyri huldumál, sem heilla mína sál við hafið …

Þau hjónin ( Tvö dónaleg haust )

Stirðlegur feitur og stuttfættur eins og álfur út úr hól með gleraugu. Álpast hann um bæinn lafmóður lífsleiður maður og lítill. Hann kann fullt af boðum og bönnum og virkar gáfulegur út á við. En rökhugsun og heilbrigð skynsemi eru ekki hans sterkasta hlið. Það …

Ísland er land þitt ( Pálmi Gunnarsson )

(ATH - lagið er upphaflega í E-dúr) Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð. Ísland er landið, sem ungan þig dreymir. Ísland í vonanna birtu þú sérð. Ísland í sumarsins algræna skrúði, Ísland með blikandi norðljósatraf. …

Dans gleðinnar ( Vilhjálmur Vilhjálmsson )

Það er svo margt að una við, að elska, þrá og gleðjast við. Jafnt orð, sem þögn og lit sem lag. Jafnt langa nótt, sem bjartan dag. Mér fátt er kærra öðru eitt ég elska lífið djúpt og heitt, því allt, sem maður óskar næst …